Erlent

Enga óhollustu í breskum skólum

Nemendur í breskum skólum mun innan árs aðeins vera borinn á borð hollur matur í skólamötuneytum. Banna á allan fituríkan mat, saltan og sykraðan í mötuneytum í enskum skólum og jafnframt alla sjálfsala sem selja gos og sælgæti. Ruth Kelly, menntamálaráðherra Bretlands, tilkynnti bannið á flokksþingi Verkamannaflokksins sem nú stendur yfir og mun það taka gildi í september á næsta ári. Gæði matar sem börn borða í skólum hefur verið hitamál í stjórnmálum í Bretlandi undanfarið. Sjónvarpskokkurinn án klæða, Jamie Oliver, fór nú fyrr á árinu inn í skólamötuneyti í Bretlandi og gerði útekt á máltíðum sem nemendur fengu. Blöskraði áhorfendum sú óhollusta sem nemendur létu ofan í sig. Þættir um heimsóknir Jamie Oliver í skólana voru sýndir fyrr á árinu og í könnun í kjölfar þeirra kom í ljós að um fjórðungur aðspurðra, hafði tekið matavenjur sínar til gagngerrar endurskoðunar eftir að hafa horft á þættina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×