Erlent

Hyggjast banna ruslfæði í skólum

Ruth Kelly, menntamálaráðaherra Bretlands, tilkynnir í dag á þingi Verkamannaflokksins að til standi að banna allt ruslfæði í breskum skólum innan árs í viðleitni til að bæta heilsu breskra barna. Umræða um hollari máltíðir í skólum komst í hámæli í kosningunum í Bretlandi í vor en þá vakti sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver athygli á málinu og hefur hann leitt baráttuna fram til þessa. Yfirvöld í Bretlandi hyggjast verja sem nemur um 30 milljörðum króna aukalega á næstu þremur árum til málefnisins, en rannsókir hafa sýnt að börn hegða sér betur og ná betri árangri í skóla ef þau fá hollan mat fremur en ruslfæði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×