Erlent

Mannskætt rútuslys í Perú

Að minnsta kosti átján manns létust og 40 slösuðust þegar tvær rútubifreiðar lentu í árekstri á hraðbraut í Perú í gærkvöld. Slysið varð 270 kílómetra suður af höfuðborginni Lima þegar önnur rútan reyndi að fara fram úr bíl en ók þá í veg fyrir aðra rútu sem kom úr gagnstæðri átt. Rútuslys eru tíð í Perú en í síðasta mánuði létust 14 manns þegar tvær rútur lentu saman á sömu hraðbraut og slysið varð á í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×