Erlent

Sjö vikna deilu lokið

Sjö vikna verkfalli starfsmanna í pappírsiðnaðinum og verkbönnum af hálfu vinnuveitenda lauk í gær þegar verkalýðsforkólfar og atvinnurekendur samþykktu þriggja ára kjarasamning. Deilan hefur haft mikil áhrif. 24 þúsund manns fóru af launaskrá 18. maí og talið er að Finnar hafi tapað andvirði 118 milljóna króna á því að útflutningur féll niður meðan engin starfsemi var í pappírsverksmiðjum landsins. Starfsmenn sneru aftur til starfa í gær og búist er við því að allt verði komið á fullt í næstu viku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×