Erlent

Flóð mannskæðustu hamfarirnar

Flóð eru mannskæðustu náttúruhamfarirnar. Spáð er fimm til sjö fellibyljum á Mexíkóflóa á næstu þremur mánuðum. Hiti sjávar og lega loftstrauma í Atlanshafi bjóða ekki upp á að íbúar við Mexíkóflóa geti verið rólegir. Til eru spár um að búast megi við fleiri fellibyljum áður en þessu tímabili lýkur. Jónas Elíasson, prófessor í verkfræði, segir að spáð sé 5-7 fellibyljir eigi eftir að koma í þessari árstíð sem endar í Nóvember. Hann segir þá spádóma byggjast á því sem er kallað fellibyljavísitala. Hún er núna 120-200% hærri en venjulega. Fólk í New Orleans hafði búið sig undir fellibyl en það var flóðið í kjölfar fellibylsins sem kom fólki og stjórnvöldum í opna skjöldu. Jónas Elíasson, prófessor í verkfræði við Háskóla Íslands, segir skýrslur um flóð sem þetta vera til frá árinu 2002 en ekki voru gerðar ráðstafanir vegna mikils kostnaðar sem þeim fylgdi. Áætlanir gera ráð fyrir að það taki 70 til 80 klukkutíma að flytja íbúa brott af svæðinu. Jónas segir að að vandinn sé að koma burt fólki sem ekki kemst sjálft í burtu. Þeir höfðu rúman sólarhring til þess að gera það og þá voru allar samgöngur í lagi. Hann benti á að lestarsamgöngu við New Orleans væru mjög oflugar og að nýta hefði mátt þær en það hafi því miður ekki verið gert.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×