Erlent

Flugskeytum skotið á landnemabyggð

Palestínskir uppreisnarmenn skutu í morgun þremur flugskeytum að íbúabyggð Ísraelsmanna við Gaza-ströndina. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast í árásunum. Í gær var einn Palestínumaður drepinn við Gaza og í kjölfarið skutu palestínskir uppreisnarmenn nokkrum sprengjum að byggðum gyðinga. Óttast er að alvarleg átök blossi upp á ný fyrir botni Miðjarðarhafs á nýjan leik eftir tiltölulega átakalítið tímabil undanfarið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×