Erlent

Hermannaveikin á undanhaldi

Norsk stjórnvöld telja sig hafa komist fyrir frekari útbreiðslu hermannaveikinnar sem kom upp á Østfoldsvæðinu sunnan við Osló um síðustu helgi. Milli 30 og 40 manns hafa sýkst og fimm hafa látist. Uppspretta veikinnar er ófundin en talið er að búið sé að koma í veg fyrir frekara smit. Verið er að kortleggja ferðir þeirra sem smitast hafa til að reyna að finna uppsprettu veikinnar. Þar beinist athyglin sérstaklega að þremur einstaklingum sem voru í Friðriksstað og nágrenni um helgina en veiktust eftir að þeir komu heim en þeir búa ekki á smitsvæðinu. Bendir allt til þess að uppsprettu smitsins sé að finna í miðbæ Friðriksstaðar eða rétt sunnan við hann. Þá er verið að rannsaka hvort smit hafi borist með ánni Glommu sem er lengsta á Noregs og rennur til sjávar gegnum Østfold.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×