Erlent

Aðeins stafræn sjónvörp árið 2012

Evrópusambandið hefur sett sér það markmið að öll sjónvarpstæki í ríkjum sambandsins verði stafræn fyrir árið 2012 og ekkert verði eftir af sjónvarpstækjum með svonefndri hliðrænni tækni. Aðgerðin er liður í Lissabon-áætlun Evrópusambandsins sem miðar að því að auka samkeppnishæfni sambandsins. Finnland og Svíþjóð eru komin vel á veg með að skipta algjörlega yfir í stafræn sjónvörp og er búist við að öll sjónvörp í þeim löndum verði orðin stafræn árið 2008.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×