Erlent

Schwarzenegger með lítið fylgi

Meirihluti Kaliforníubúa vill ekki sjá Arnold Schwarzenegger endurkjörinn sem fylkisstjóra en kosningar fara fram á næsta ári. Fylgi Repúblikana í fylkinu hefur farið minnkandi að undanförnu samkvæmt síðustu skoðanakönnunum. Tæplega sextíu prósent svarenda vildu Schwarzenegger úr embætti og hefur fylgi hans ekki mælst svo lítið síðan hann tók við embættinu. Stjórnmálaskýrendur segja þó fylgi hans muni eflaust aukast á ný þegar kosningabaráttan hefst fyrir alvöru en Schwarzenegger hefur sjálfur ekki sagt hvort hann gefi kost á sér annað tímabil.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×