Erlent

Prinsarnir rétt feðraðir

Díana Bretaprinsessa var þvinguð til að láta taka blóðprufur úr sonum sínum, Vilhjálmi og Harry, til að færa sönnur á faðerni þeirra. Þessu er haldið fram í breska slúðurblaðinu Sun í dag. Þar segir að Filippus prins, eiginmaður Elísabetar drottningar, hafi haft af því miklar áhyggjur að Harry prins væri launsonur James Hewitt, sem var elskhugi Díönu um hríð. DNA-próf leiddu hins vegar í ljós að báðir drengirnir voru synir Charles.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×