Erlent

Óvenjuleg handtaka

Bandarískur lögreglumaður á frívakt lenti í þeirri undarlegu aðstöðu að mæta sínum eiginn bíl sem hafði verið stolið frá honum nokkru áður. Hann gerði sér lítið fyrir og framdi borgaralega handtöku á þeim þremur sem í bílnum voru með því að aka í veg fyrir bílinn og draga þá út. Hann hafði svo samband við kollega sína á lögreglustöðinni sem komu og færðu þrjá sakborninga í fangageymslur. Rannsóknaraðilar vita þó ekki enn hvernig sakborningarnir fóru að því að stela bílnum en gleðjast yfir því að hann hafi ratað aftur í hendur eiganda síns þó það hafi nú gerst á heldur óvenjulegan hátt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×