Erlent

Gerðu 230 kg af kókaíni upptæk

Spænsk yfirvöld gerðu á dögunum tæplega 230 kíló af kókaíni upptæk og leystu í kjölfarið upp þýskan eiturlyfjahring sem starfað hefur á Costa del Sol á Spáni og smyglaði dópi frá Suður-Ameríku til Evrópu. Sérsveitir spænsku lögreglunnar réðust til uppgöngu í snekkju úti fyrir Spáni og fundu þar 113 kíló af kókaíni og handtóku tvo Þjóðverja og einn Austurríkismann um borð. Í kjölfarið var Þjóðverji handtekinn í bænum Estepona við suðusströnd Spánar og 116 kíló af kókaíni gerð upptæk í öðru fleyi þar. Þá voru sex handteknir í Þýskalandi og einn í Bretlandi í tengslum við málið, en rannsókn þess stóð í nær heilt ár áður en látið var til skarar skríða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×