Erlent

Lækka ekki áfengisgjald

Sænska stjórnin frestaði að lækka áfengisgjaldið og hyggst ekki taka afstöðu til þess fyrr en í haust. Í fyrra gáfu stjórnvöld fyrirheit um að lækka áfengisgjaldið um 40 prósent í ár og hugðust með því draga úr innflutningi áfengis frá löndum þar sem áfengisverð er lægra en í Svíþjóð. Dregið hefur úr áfengissölu í Svíþjóð eftir að Eystrasaltsríkin gengu í Evrópusambandið og því hægt að flytja ódýrt áfengi þaðan til Svíþjóðar með ódýrum hætti. Þetta hefur orðið til þess að draga úr tekjum sænsku áfengiseinkasölunnar, sem er einkarekin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×