Innlent

Tilnefning til Glerlykilsins

Skáldsagan Svartur á leik eftir Stefán Mána hefur verið valin í samkeppnina um Glerlykilinn. Glerlykillinn er veittur fyrir bestu norrænu glæpasöguna en verðlaunin verða veitt í maí á næsta ári. Hið íslenska glæpafélag valdi bók Stefáns Mána sem framlag Íslendinga. Svartur á leik er fimmta skáldsaga Stefáns Mána en skáldsagan er undirheimasaga þar sem lesendur fá að fylgjast með vegferð nokkurra glæpamanna. Sagan gerist í Reykjavík og lýsir baráttu aðalpersónanna um völdin, dópið og töffaraskapinn. Glerlykillinn hefur verið veittur síðan árið 1992 af SKS,  Skandinaviska Kriminalsällskapet. Arnaldur Indriðason hefur tvisvar fengið Glerlykilinn, árið 2002 og 2003. Meðal annarra verðlaunahöfunda Glerlykilsins má nefna Henning Mankell, Peter Høeg, Karin Fossum og Leif Davidson en bækur þeirra hafa verið þýddar á íslensku. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×