Innlent

Fyrstu blindramerkingar í HÍ

Það getur verið erfitt að rata menntaveginn og ekki bætir úr skák ef erfitt er að rata um skólahúsið. Tvær stúlkur, önnur blind og hin sjónskert, hjálpuðu til við að merkja stofur Háskóla Íslands með blindraletri í dag. Þær Ester Heiðarsdóttir og Dagný Kristjánsdóttir sem eru í níunda og tíundabekk stóðu sig með prýði þegar unnið var að því í dag að koma upp fyrstu blindramerkingunum í Háskóla Íslands. Ester hefur verið blind frá fæðingu og Dagný er með lögblindu. Farið var í merkingarnar að frumkvæði stúdentaráðs en sem stendur er enginn blindur nemandi við skólann. Kristín Tómasdóttir, formaður janfréttis- og öryggisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir að aðgengi hafi ekki verið nógu gott fyrir blinda og því hafi verið ákveðið að reyna að bæta úr því. Þetta sé að minnsta kosti fyrsta skrefið. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×