Ódýrara til Alicante en Þórshafnar 12. október 2005 00:01 Er eðlilegt að það sé dýrara að fljúga til Bíldudals frá Reykjavík en til Berlínar og Búdapest? Að það sé dýrara að keyra 700 kílómetra til Egilsstaða en fljúga þrjú þúsund og tvö hundruð kílómetra leið til Alicante? Íslendingar munu geta valið milli þrjátíu og fimm áfangastaða í beinu flugi næsta sumar og á þeim markaði geisar verðstríð. Íslensku ferðaskrifstofurnar og flugfélögin eru farin að selja í ferðir næsta sumar og það verður hægt að fara víðar en nokkru sinni fyrr. Flugleiðir fljúga til tuttugu og þriggja áfangastaða næsta sumar, Iceland Express til átta, Heimsferðir til tólf, ef vorferðir eru taldar með og Terra Nova til fimm. Það er rétt að benda á að þetta eru einungis ferðir þar sem hægt er að kaupa flugsæti og flogið er reglulega - að auki eru alls kyns sérferðir á vegum hinna ýmsu ferðaskrifstofa um allan heim - til Kína og Suður-Afríku og hingað og þangað. Algengt er að verðið sem auglýst er nú, til Evrópu, sé innan við tíu þúsund krónur aðra leið og allt niður í fimm þúsund og fjögur hundruð. Til samanburðar skulum við líta á hvað kostar að fljúga innanlands: Nettilboðið hjá Flugfélagi Íslands þessa vikuna er svona - fimmþúsund til sjöþúsund og fimm hundruð krónur aðra leið, en ekki fengust upplýsingar um hversu hátt hlutfall sæta er selt á þessu verði. Annars kosta farmiðar innanlands upp í tuttugu og eitt þúsund krónur báðar leiðir. En það sama gildir auðvitað um ferðirnar út fyrir landsteinana, þar er aðeins ákveðið hlutfall selt á þessu auglýsta, lægsta verði og engin leið að fá að vita hversu mörg þau sæti eru. Olíuverð er nálægt sögulegu hámarki og flugfélög um allan heim eiga í mesta basli við að ná endum saman. Síðasta vor höfðu flugfargjöld hérlendis til dæmis hækkað um tuttugu prósent á einu ári. Indriði segir lækkanirnar nú kannski segja sitt um verðlagninguna áður - það hafi greinilega verið svigrúm. > Fréttir Innlent Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Er eðlilegt að það sé dýrara að fljúga til Bíldudals frá Reykjavík en til Berlínar og Búdapest? Að það sé dýrara að keyra 700 kílómetra til Egilsstaða en fljúga þrjú þúsund og tvö hundruð kílómetra leið til Alicante? Íslendingar munu geta valið milli þrjátíu og fimm áfangastaða í beinu flugi næsta sumar og á þeim markaði geisar verðstríð. Íslensku ferðaskrifstofurnar og flugfélögin eru farin að selja í ferðir næsta sumar og það verður hægt að fara víðar en nokkru sinni fyrr. Flugleiðir fljúga til tuttugu og þriggja áfangastaða næsta sumar, Iceland Express til átta, Heimsferðir til tólf, ef vorferðir eru taldar með og Terra Nova til fimm. Það er rétt að benda á að þetta eru einungis ferðir þar sem hægt er að kaupa flugsæti og flogið er reglulega - að auki eru alls kyns sérferðir á vegum hinna ýmsu ferðaskrifstofa um allan heim - til Kína og Suður-Afríku og hingað og þangað. Algengt er að verðið sem auglýst er nú, til Evrópu, sé innan við tíu þúsund krónur aðra leið og allt niður í fimm þúsund og fjögur hundruð. Til samanburðar skulum við líta á hvað kostar að fljúga innanlands: Nettilboðið hjá Flugfélagi Íslands þessa vikuna er svona - fimmþúsund til sjöþúsund og fimm hundruð krónur aðra leið, en ekki fengust upplýsingar um hversu hátt hlutfall sæta er selt á þessu verði. Annars kosta farmiðar innanlands upp í tuttugu og eitt þúsund krónur báðar leiðir. En það sama gildir auðvitað um ferðirnar út fyrir landsteinana, þar er aðeins ákveðið hlutfall selt á þessu auglýsta, lægsta verði og engin leið að fá að vita hversu mörg þau sæti eru. Olíuverð er nálægt sögulegu hámarki og flugfélög um allan heim eiga í mesta basli við að ná endum saman. Síðasta vor höfðu flugfargjöld hérlendis til dæmis hækkað um tuttugu prósent á einu ári. Indriði segir lækkanirnar nú kannski segja sitt um verðlagninguna áður - það hafi greinilega verið svigrúm. >
Fréttir Innlent Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira