Innlent

Ósáttir við að fá ekki fatapeninga

Stuðningsfulltrúar og félagsliðar innan SFR - stéttarfélags í almannaþágu eru ósáttir við að vinnuveitendur séu ekki enn farnir að greiða fatapeninga. Meðal þess sem samið var um síðasta vor var að starfsmenn fengju fimmtán hundruð krónur á mánuði í fatapeninga. Félagsliðar og stuðningsfulltrúar sem vinna með fötluðum funduðu um málið í gær og samþykktu ályktun þar sem vonbrigðum var lýst með að ekki hefði verið staðið við þennan þátt samningana. Þar er jafnframt skorað á Árna Magnússon félagsmálaráðherra að beita sér fyrir að stofnanir sem undir hann heyra standi við samninga. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×