Erlent

Hörð mótmæli í Samava í Írak

Hundruð manna gengu berserksgang í smábænum Samava í Írak í dag. Fólkið var að mótmæla lélegri opinberri þjónustu, en þar hefur verið skortur á vatni, rafmagni og öðrum lífsnauðsynjum. Kveikt var í bílum og önnur skemmdarverk unnin. Lauk þessu ekki fyrr en lögregla hóf skothríð á mannfjöldann og er sagt að að minnsta kosti átta manns hafi orðið fyrir byssukúlum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×