Erlent

Styttist í lendingu Discovery

Áhöfn geimferjunnar Discovery naut síðasta dagsins í geimnum í dag ásamt því að undirbúa heimför, en von er á farinu til jarðar í fyrramálið. Veðurspáin fyrir morgundaginn lofar góðu á Flórída þar sem flaugin á að lenda, en áætlað er að hún lendi skömmu fyrir klukkan níu. Nokkurs titrings gætir meðals stjórnenda bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, þar sem flaugin laskaðist lítið eitt í flugtaki og þurftu geimfarar að fara í geimgöngu til þess að gera við skemmdirnar. Áhöfnin segir allt í góðu lagi með flaugina og að hún þoli þann mikla hita sem myndast þegar hún kemur inn í gufuhvolf jarðar. Þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn reyna að lenda mannaðri geimflaug frá árinu 2003 en þá fórst flaugin Columbia skömmu áður en hún lenti í Flórída.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×