Erlent

Pútín fyrirskipar rannsókn á slysi

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur fyrirskipað rannsókn á því hvers vegna rússneski Priz-dvergkafbáturinn sökk undan ströndum Kamsjatka og sat þar fastur í rúma þrjá sólarhringa. Sjö manna áhöfn var bjargað snemma í morgun eftir að Bretar höfðu komið Rússum til aðstoðar og sent niður fjarstýrðan kafbát sem skar í sundur netið sem kafbáturinn var fastur í. Menn velta því nú m.a. fyrir sér hvers vegna Rússar hafi ekki enn komið sér upp nútímalegri björgunartækjum fyrir kafbáta, fimm árum eftir að 118 sjóliðar létust í kjarnorkukafbátnum Kursk, en rússnesk stjórnvöld voru harðlega gagnrýnd fyrir björgunaraðgerðir þá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×