Erlent

Kína andvígt stækkun Öryggisráðs

MYND/AP
Kínverjar munu beita neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna ef stækkun þess verður borin undir atkvæði. Fimmtán ríki eiga nú sæti í Öryggisráðinu og fimm þeirra hafa neitunarvald, þar á meðal Kínverjar. Indland, Þýskaland, Japan og Brasilía hafa lagt fram tillögu um að bæta tíu sætum í ráðið en því eru Kínverjar andvígir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×