Innlent

Fagna yfirlýsingu ráðherra

Forysta Samtakanna 78 fagnar yfirlýsingu félagsmálaráðherra um að hann styðji aukinn rétt homma og lesbía til að stofna fjölskyldu. Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði í ávarpi á Hinsegin dögum í gær að hann myndi beita sér fyrir því að samkynhneigðir öðluðust fullan rétt á við gagnkynhneigða á sviði hjúskapar og ættleiðinga. Formaður Samtakanna ´78, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, lýsir yfir mikilli ánægju með það hversu langt ráðhera vilji ganga. Í Fréttablaðinu í dag segist hún nú bíða spennt eftir aðgerðum og segir að þegar þessum áfanga verði náð þá verði flest stóru vígin unnin í réttindabaráttu samkynhneiðra. Hrafnhildur segir einnig að frá því skýrsla um réttarstöðu samkynhneiðra kom út í fyrra hafi henni sýnst sem stjórnmálamenn almennt væru hlynntir því að auka réttindi samkynhneiðra til jafns á við gagnkynhneigða. Ekki hafi verið vitað um viðhorf stjórnarflokkanna og því hafi ræða Árna í gær verið gríðarlega ánægjuleg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×