Erlent

Kveikt í húsi innflytjenda

Átta innflytjendur, fimm börn og þrír fullorðnir, létu lífið þegar kveikt var í byggingu í Berlín sem hýsti innflytjendur frá Póllandi og af arabískum uppruna. Einnig slösuðust fimmtán og 43 voru meðhöndlaðir vegna reykeitrunar. Lögreglan í Berlín segir engan vafa leika á því að íkveikjuna megi rekja til kynþáttahaturs og fordóma. Ekki er vitað hverjir bera ábyrgð á verknaðinum. Eldurinn var kveiktur á gangi fjölbýlishússins og segir lögreglan að þar sem íbúarnir skildu ekki fyrirmæli á þýsku þess efnis að halda sig í íbúðum sínum, hafi þeir hlaupið í opinn dauðann. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×