Erlent

Neyðarástand í Portúgal

Hundruð manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem nú geisa í mið- og norðurhluta Portúgals. Einn maður hefur látist af völdum eldsins og hefur neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu. Eldurinn hefur eyðilagt um 10.000 hektara lands, en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu, eru menn ná tökum á eldinum. Rúmlega eitt þúsund slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn undanfarna daga með hjálp 280 slökkviliðsbíla og 24 flugvéla. Þurkarnir nú eru þeir mestu í Portúgal síðan árið 1945.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×