Erlent

Segja flugskeyti hafa grandað vél

Nú liggur fyrir að fimmtán fórust þegar bresk Hercules-fraktflutningavél hrapaði nærri Bagdad í gær. Brak úr vélinni dreifðist yfir yfir stórt svæði og leikur grunur á að flugskeyti uppreisnarmanna hafi grandað vélinni. Sérfræðingar segja allt benda til þess, með hliðsjón af því hvernig brakið dreifðist, og íslamskur öfgahópur kveðst hafa skotið vélina niður. Sá hópur hefur þó ekki verið tekinn alvarlega hingað til.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×