Erlent

Óeirðir í Zanzibar

 

Þriðju lýðræðislegu kosningarnar í sögu Zanzibar fóru fram í gær og stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar þyrptust út á götur til að fagna sigri sem þeir telja vísan þótt niðurstöður hafi ekki verið kunngerðar. Það kunnu stjórnvöld ekki að meta og sendu óeirðalögregluna til að koma andstæðingum sínum af götunum. Þrátt fyrir ofbeldið virðast þessar kosningar þó hafa tekist sæmilega, að því gefnu að heiðarlega verði staðið að talningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×