Góð störf tapast vegna krónunnar 2. júní 2005 00:01 Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir jafn mikla ástæðu til að hafa áhyggjur af því að íslensk fyrirtæki kjósi nú að stofna til reksturs erlendis og því að fyrirtæki segi upp fólki hérlendis. Fregnir berast þessa dagana af erfiðleikum í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja og fyrirtækja í samkeppnisrekstri. Tilkynnt hefur verið um uppsagnir í fiskvinnslu á Bíldudal, Reyðarfirði og Stöðvarfirði jafnframt því sem Skinnaiðnaður á Akureyri áætlar að segja upp 40 manns á næstunni. "Fækkun starfa í innlendum samkeppnisiðnaði er af sömu rótum runnin og viðleitni fyrirtækja til þess að flytja störf á erlenda grund. Það er hins vegar nefnt útrás," segir Sveinn Hannesson. "Það eru mörg önnur störf en í fiskiðnaði sem eru að tapast en gætu verið arðbær. Þetta gerist vegna firnasterkrar krónu. Ég sé eftir arðbærum störfum eins og til dæmis Marel er að skapa í Slóvakíu. Þetta eru hátæknistörf og Marel fjárfestir þar fremur en í Garðabæ," segir Sveinn. Hann segir að íslenska myntin sé vitlaus og til lengri tíma litið sé ekkert annað til ráða en að leggja niður óstöðuga krónuna og taka upp evruna sem gjaldmiðil hér á landi. "Í fjárfestingarfasa rýkur krónan upp og veldur búsifjum og hið sama gerist þegar um hægist, þá með gengisfalli krónunnar. Við eigum að miða okkur við evruna. Það er hið eina skynsamlega. Aðrar þjóðir Evrópu hafa talið nauðsynlegt að draga úr sveiflum með því að taka hana upp sem gjaldmiðil. Ef einhver hefur þörf fyrir slíkt er það við. Ísland er ekki heppilegt myntsvæði í alþjóðavæddum heimi nú um stundir," segir Sveinn. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að stjórnvöld eigi að hætta að vinna gegn viðleitni Seðlabankans til að halda aftur af þenslu og ættu nú að stöðva stóriðjustefnu sína. "Allir eru sammála um að orsakir ástandsins séu þrjár: Í fyrsta lagi stóriðjustefnan, í öðru lagi skattalækkanir stjórnvalda og í þriðja lagi ástandið á fasteignamarkaðinum. Stjórnvöld hafa möguleika á beinum aðgerðum varðandi stóriðjustefnuna. Skynsamlegast væri að lýsa því yfir að nú sé nóg komið í bili og hagkerfinu verði gefið svigrúm til kælingar," segir Steingrímur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir jafn mikla ástæðu til að hafa áhyggjur af því að íslensk fyrirtæki kjósi nú að stofna til reksturs erlendis og því að fyrirtæki segi upp fólki hérlendis. Fregnir berast þessa dagana af erfiðleikum í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja og fyrirtækja í samkeppnisrekstri. Tilkynnt hefur verið um uppsagnir í fiskvinnslu á Bíldudal, Reyðarfirði og Stöðvarfirði jafnframt því sem Skinnaiðnaður á Akureyri áætlar að segja upp 40 manns á næstunni. "Fækkun starfa í innlendum samkeppnisiðnaði er af sömu rótum runnin og viðleitni fyrirtækja til þess að flytja störf á erlenda grund. Það er hins vegar nefnt útrás," segir Sveinn Hannesson. "Það eru mörg önnur störf en í fiskiðnaði sem eru að tapast en gætu verið arðbær. Þetta gerist vegna firnasterkrar krónu. Ég sé eftir arðbærum störfum eins og til dæmis Marel er að skapa í Slóvakíu. Þetta eru hátæknistörf og Marel fjárfestir þar fremur en í Garðabæ," segir Sveinn. Hann segir að íslenska myntin sé vitlaus og til lengri tíma litið sé ekkert annað til ráða en að leggja niður óstöðuga krónuna og taka upp evruna sem gjaldmiðil hér á landi. "Í fjárfestingarfasa rýkur krónan upp og veldur búsifjum og hið sama gerist þegar um hægist, þá með gengisfalli krónunnar. Við eigum að miða okkur við evruna. Það er hið eina skynsamlega. Aðrar þjóðir Evrópu hafa talið nauðsynlegt að draga úr sveiflum með því að taka hana upp sem gjaldmiðil. Ef einhver hefur þörf fyrir slíkt er það við. Ísland er ekki heppilegt myntsvæði í alþjóðavæddum heimi nú um stundir," segir Sveinn. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að stjórnvöld eigi að hætta að vinna gegn viðleitni Seðlabankans til að halda aftur af þenslu og ættu nú að stöðva stóriðjustefnu sína. "Allir eru sammála um að orsakir ástandsins séu þrjár: Í fyrsta lagi stóriðjustefnan, í öðru lagi skattalækkanir stjórnvalda og í þriðja lagi ástandið á fasteignamarkaðinum. Stjórnvöld hafa möguleika á beinum aðgerðum varðandi stóriðjustefnuna. Skynsamlegast væri að lýsa því yfir að nú sé nóg komið í bili og hagkerfinu verði gefið svigrúm til kælingar," segir Steingrímur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira