Góð störf tapast vegna krónunnar 2. júní 2005 00:01 Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir jafn mikla ástæðu til að hafa áhyggjur af því að íslensk fyrirtæki kjósi nú að stofna til reksturs erlendis og því að fyrirtæki segi upp fólki hérlendis. Fregnir berast þessa dagana af erfiðleikum í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja og fyrirtækja í samkeppnisrekstri. Tilkynnt hefur verið um uppsagnir í fiskvinnslu á Bíldudal, Reyðarfirði og Stöðvarfirði jafnframt því sem Skinnaiðnaður á Akureyri áætlar að segja upp 40 manns á næstunni. "Fækkun starfa í innlendum samkeppnisiðnaði er af sömu rótum runnin og viðleitni fyrirtækja til þess að flytja störf á erlenda grund. Það er hins vegar nefnt útrás," segir Sveinn Hannesson. "Það eru mörg önnur störf en í fiskiðnaði sem eru að tapast en gætu verið arðbær. Þetta gerist vegna firnasterkrar krónu. Ég sé eftir arðbærum störfum eins og til dæmis Marel er að skapa í Slóvakíu. Þetta eru hátæknistörf og Marel fjárfestir þar fremur en í Garðabæ," segir Sveinn. Hann segir að íslenska myntin sé vitlaus og til lengri tíma litið sé ekkert annað til ráða en að leggja niður óstöðuga krónuna og taka upp evruna sem gjaldmiðil hér á landi. "Í fjárfestingarfasa rýkur krónan upp og veldur búsifjum og hið sama gerist þegar um hægist, þá með gengisfalli krónunnar. Við eigum að miða okkur við evruna. Það er hið eina skynsamlega. Aðrar þjóðir Evrópu hafa talið nauðsynlegt að draga úr sveiflum með því að taka hana upp sem gjaldmiðil. Ef einhver hefur þörf fyrir slíkt er það við. Ísland er ekki heppilegt myntsvæði í alþjóðavæddum heimi nú um stundir," segir Sveinn. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að stjórnvöld eigi að hætta að vinna gegn viðleitni Seðlabankans til að halda aftur af þenslu og ættu nú að stöðva stóriðjustefnu sína. "Allir eru sammála um að orsakir ástandsins séu þrjár: Í fyrsta lagi stóriðjustefnan, í öðru lagi skattalækkanir stjórnvalda og í þriðja lagi ástandið á fasteignamarkaðinum. Stjórnvöld hafa möguleika á beinum aðgerðum varðandi stóriðjustefnuna. Skynsamlegast væri að lýsa því yfir að nú sé nóg komið í bili og hagkerfinu verði gefið svigrúm til kælingar," segir Steingrímur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira
Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir jafn mikla ástæðu til að hafa áhyggjur af því að íslensk fyrirtæki kjósi nú að stofna til reksturs erlendis og því að fyrirtæki segi upp fólki hérlendis. Fregnir berast þessa dagana af erfiðleikum í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja og fyrirtækja í samkeppnisrekstri. Tilkynnt hefur verið um uppsagnir í fiskvinnslu á Bíldudal, Reyðarfirði og Stöðvarfirði jafnframt því sem Skinnaiðnaður á Akureyri áætlar að segja upp 40 manns á næstunni. "Fækkun starfa í innlendum samkeppnisiðnaði er af sömu rótum runnin og viðleitni fyrirtækja til þess að flytja störf á erlenda grund. Það er hins vegar nefnt útrás," segir Sveinn Hannesson. "Það eru mörg önnur störf en í fiskiðnaði sem eru að tapast en gætu verið arðbær. Þetta gerist vegna firnasterkrar krónu. Ég sé eftir arðbærum störfum eins og til dæmis Marel er að skapa í Slóvakíu. Þetta eru hátæknistörf og Marel fjárfestir þar fremur en í Garðabæ," segir Sveinn. Hann segir að íslenska myntin sé vitlaus og til lengri tíma litið sé ekkert annað til ráða en að leggja niður óstöðuga krónuna og taka upp evruna sem gjaldmiðil hér á landi. "Í fjárfestingarfasa rýkur krónan upp og veldur búsifjum og hið sama gerist þegar um hægist, þá með gengisfalli krónunnar. Við eigum að miða okkur við evruna. Það er hið eina skynsamlega. Aðrar þjóðir Evrópu hafa talið nauðsynlegt að draga úr sveiflum með því að taka hana upp sem gjaldmiðil. Ef einhver hefur þörf fyrir slíkt er það við. Ísland er ekki heppilegt myntsvæði í alþjóðavæddum heimi nú um stundir," segir Sveinn. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að stjórnvöld eigi að hætta að vinna gegn viðleitni Seðlabankans til að halda aftur af þenslu og ættu nú að stöðva stóriðjustefnu sína. "Allir eru sammála um að orsakir ástandsins séu þrjár: Í fyrsta lagi stóriðjustefnan, í öðru lagi skattalækkanir stjórnvalda og í þriðja lagi ástandið á fasteignamarkaðinum. Stjórnvöld hafa möguleika á beinum aðgerðum varðandi stóriðjustefnuna. Skynsamlegast væri að lýsa því yfir að nú sé nóg komið í bili og hagkerfinu verði gefið svigrúm til kælingar," segir Steingrímur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira