Erlent

Bush tilnefndi Alito sem hæstaréttardómara

George Bush, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi fyrir stundu nýjan hæstarréttadómara. Það er alríkisdómarinn og íhaldsmaðurinn Samuel Alito sem varð fyrir valinu en hann var talinn líklegastur ásamt öðrum til. Bush dvaldi í forsetabústaðnum í Camp David um helgina til að fá ró og næði til að hugsa sig um.

Allmargir þingmenn repúblikana sögðust í gær sannfærðir um að Bush hefði lært sína lexíu af misheppnaðri skipan Harriet Miers í síðustu viku og myndi nú tilnefna alvöru íhaldsmann í starfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×