Erlent

Alvarlegt ferjuslys í Bangladess

Óttast er að tugir hafi drukknað þegar ferja sökk á fljóti í suðurhluta Bangladess í dag. Um hundrað manns voru í ferjunni sem lenti í óveðri með þeim afleiðingum að henni hvolfdi og í kjölfarið sökk hún. Lögregla á staðnum segir að búið sé að bjarga nokkrum og þá segja vitni að um 20 manns hafi náð að synda að árbakkanum. Björgunarskip er á leiðinni á vettvang en það hefur tafist vegna óveðursins. Ferjuslys sem þetta eru tíð í Bangladess, en í febrúar síðastliðnum létust um 200 manns þegar ferju hvolfdi annars staðar í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×