Erlent

Skæruliðar ræna börnum í Nepal

Skæruliðar maóista í Vestur-Nepal hafa rænt að minnsta kosti 450 skólabörnum á síðustu þremur dögum. Skæruliðarnir hafa einnig ráðist á og barið starfsmenn hjálparstofnana sem hefur leitt til þess að þeir hafa lagt niður störf. Skæruliðarnir ræna iðulega skólabörnum og halda yfir þeim áróðursfyrirlestra. Þeim er þó yfirleitt skilað ómeiddum eftir nokkra daga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×