Sport

Fimm hlutu A-styrk

Ásdís Hjálmsdóttir hlýtur A-styrk frá ÍSÍ fyrir árið 2006
Ásdís Hjálmsdóttir hlýtur A-styrk frá ÍSÍ fyrir árið 2006 Mynd/Haraldur

Í dag var íþróttamönnum úthlutað 60 milljónum úr afrekssjóði ÍSÍ, sem og úr sjóði ungra og efnilegra íþróttamanna, en styrkirnir eru fyrir árið 2006. Ásdís Hjálmsdóttir hlaut A-styrk í fyrsta sinn, en auk hennar hlutu Rúnar Alexandersson, Þórey Edda Elísdóttir, Kristín Rós Hákonardóttir og Jón Oddur Halldórsson A-styrkinn.

Þetta var í fyrsta sinn sem fatlaðir íþróttamenn fengu A-styrkinn, en þau Kristín Rós og Jón Oddur fá nú styrki á borð við þá sem ófatlaðir íþróttamenn hafa þegið hingað til og var sú breyting nýlega innleidd hjá sambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×