Innlent

Heimild til að sækja fólk til saka fyrir kynferðisglæpi sem það fremur erlendis hefur aldrei verið nýtt.

Heimild í íslenskum lögum til að sækja fólk til saka fyrir kynferðisglæpi sem það fremur erlendis hefur aldrei verið nýtt.

Nágrannalönd okkar á borð við Svíþjóð, Noreg og Finnland, hafa sett það sérstaklega í lög að hægt sé að lögsækja fólk fyrir kynferðisglæpi sem það fremur erlendis og er það gert til að stemma stigu við vaxandi kynlífsiðnaði og mansali. Nýlega var finnskur maður dæmdur af finnskum dómstólum fyrir kynferðisglæpi gegn börnum sem hann framdi á Taílandi. Áður hafa Finnar verið dæmdir fyrir kynferðisglæpi í Eystrasaltslöndunum og Rússlandi.

Kynlífstúristar hafa í gegnum tíðina sótt mikið til landa í Asíu en undanfarin ár hafa vinsældir Eystrasaltslandanna, Rússlands og Austur-Evrópu aukist. Þess ber að geta að stór hluti þeirra sem selja líkama sinn til vændis er hluti af mansali eða neyðast til að selja líkama sinn sökum sárrar fátæktar.

Kolbrún Sævarsdóttir hjá embætti Ríkissaksóknara segir það almenna reglu að skipta sér ekki af lögsögu annarra landa.

Íslensk yfirvöld hafa verið virkir þátttakendur í alþjóðasamstarfi gegn mansali og vændi en þó má spyrja hvort eftirlitið með Íslendingum sjálfum sé nægilegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×