Innlent

Vinnuslys í Kárahnjúkum

MYND/GVA

Tveir menn voru fluttir á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir vinnuslys í Kárahnjúkum í dag. Tvær lestar skullu saman inni í aðgöngum tvö við Kárahnjúka um hálf ellefu leytið í morgun.

Í annari lestinn var aðeins lestarstjóri en í hinni lestarstjóri og þrír farþegar. Tveir farþeganna slösuðust þegar lestarnar skullu saman, þeir eru þó ekki lífshættulega slasaðir. Farið var með mennina fyrst akandi inn á Egilstaði og flogið þaðan með þá til Akureyrar. Tildrög slysins liggja ekki ljós fyrir en Vinnueftirlitið vinnur að rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×