Innlent

Stjórn Byggðastofnunar gagnrýnir skýrslu Stjórnhátta

MYND/Vilhelm

Stjórn Byggðastofnunar sér ástæðu til að gagnrýna umræðu undanfarna daga um málefni stofnunarinnar. Byggðastofnun segir að vitnað hafi verið tilskýrslu sem unnin var af ráðgjafarfyrirtækinu Stjórnháttum ehf.dagsettrií maí 2005.Byggðastofnun segir að ískýrslunni komifram upplýsingar um útlán og afskriftarreikning útlána sem ekki fá staðist, en hafa farið hátt í umræðunni.

Vegna þessa fékk Byggðastofnun endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young hf. til að gera úttekt á nokkrum atriðum skýrslunnar. Í þeirri skýrslu koma fram athugasemdir við skýrslu Stjórnhátta og segir meðal annars að þar beri á staðreyndavillumvarðandi útlán og afskriftareikning útlána, þar sem verið er að tiltaka ýmsar fjárhæðir, hlutföll og áhrif.Í skýrslu Stjórnhátta er sagt aðByggðastofnun hafi tapað að meðaltali um 23% af útlánum á tímabilinu 1995 - 2004. Hið rétta er að stofnunin hefur að meðaltali tapað um 3,6% af útlánum á tímabilinu, sem gera að meðaltali rúmlega 361 milljón kr. á ári, segir í skýrslu Ernst og Young.

Í niðurstöðu Ernst & Young segir síðan:Af hlutföllunum og fjárhæðunum eru dregnar ályktanir og settar fram staðhæfingar í skýrslunni. Samkvæmt skýrsluhöfundi er megin ástæða fjárhagsvanda stofnunarinnar að of mikil áhætta hafi verið tekin í útlánum og áhættan vanmetin þegar lánin voru veitt. Þetta er alrangt og stenst engan vegin þar sem framlög í afskriftareikning og endanlega afskrifuð útlán eru nánast sama talan tímabilið 1995 - 2004. Þessi staðreynd gefur til kynna að áhættan hafi verið rétt metin og að hlutaðeigandi aðilar hafi verið meðvitaðir um hana á öllum tímum. Meginskýringin á fjárhagsvanda stofnunarinnar er miklu fremur sú að vegna þessara breytinga sem orðið hafa í rekstrarumhverfinu eru viðskiptamenn stofnunarinnar áhættusamari skuldarar,sem gerir það að verkum að endanlega töpuð útlán hafa hækkað og eru of há.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×