Sport

Taylor er bara "gervimeistari"

"Böðullinn" Bernard Hopkins ætlar ekki að að láta Jermain Taylor hafa það óþvegið 3. desember
"Böðullinn" Bernard Hopkins ætlar ekki að að láta Jermain Taylor hafa það óþvegið 3. desember NordicPhotos/GettyImages

Hnefaleikarinn Bernard Hopkins, eða "Böðullinn" eins og hann er jafnan kallaður, segir að andstæðingur sinn Jermain Taylor sé ekkert annað en gervimeistari og ætlar að gersigra hann þegar þeir mætast í hringnum þann 3. desember næstkomandi.

Taylor náði að sigra Hopkins og taka af honum öll beltin í titilbardaga í júlí, en þá hafði Hopkins borið höfuð og herðar yfir alla í millivigtinni í áratug. Taylor var dæmdur sigur á stigum í júlí og þótti það afar umdeildur dómur.

"Þetta var rán um hábjartan dag og hann veit að hann átti ekki skilið að vinna," sagði Hopkins um fyrri bardaga þeirra, en hann hlakkar til að mæta Taylor í þeim síðari. "Ég vona að hann komi fullur sjálfstrausts í bardagann í desember, því síðast var það óttinn sem forðaði honum frá því að vera rotaður. Í þetta sinn læt ég dómarana ekki hafa af mér sigur og ætla ekki að gefa þeim færi á því. Þessvegna ætla ég að rota hann, því ég held að dómararnir muni ekki leyfa mér að vinna annars," sagði Hopkins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×