Sport

Mayweather drjúgur með sig

Hér má sjá Mayweather þjarma illilega að Arturo Gatti
Hér má sjá Mayweather þjarma illilega að Arturo Gatti NordicPhotos/GettyImages

Hinn ósigraði Floyd Mayweather er heldur betur drjúgur með sig fyrir bardagann við Sharmba Mitchell í nótt og segist vera farinn að hugsa um næsta bardaga, sem væntanlega muni skila honum meiri tekjum en bardagi kvöldsins. WBC belti Mayweather verður ekki undir í bardaganum í kvöld, sem sýndur er í beinni útsendingu á Sýn.

Mayweather vildi helst mæta Oscar de la Hoya og segir að bardaginn í kvöld sé í sínum augum ekki annað en upphitun fyrir næsta bardaga, sem væntanlega gæti orðið gegn Ricky Hatton. Þar verða væntanlega meiri peningar í spilinu fyrir hinn 28 ára gamla Mayweather, sem er einn skemmtilegasti boxarinn í heiminum í dag.

Í kvöld fá áhorfendur Sýnar svo að sjá hvort drambið kemur Mayweather í koll, en Mitchell þessi er 35 ára og er fyrrum WBA meistari í léttveltivigt. Hann tapaði síðast stórt fyrir Kostya Tsxyu frá Ástralíu í nóvember á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×