Erlent

Fundu vannærða fanga í Bagdad

Írökskyfirvöld rannsaka nú mál 173 fanga sem fundust í leynifangelsi á vegum innanríkisráðuneytisins í Bagdad á sunnudag. Margir fanganna voru vannærðir og svo virðist sem einhverjir þeirra hafi verið pyntaðir. Fangarnir fundust á sunnudagskvöld þegar bandarískir hermenn leituðu unglings, en fangelsið var neðanjarðar og nærri höfuðstöðvum innanríkisráðuneytisins í miðri Bagdad-borg.

Ekki er ljóst hvers vegna mennirnir voru handteknir, en hugsanlegt er að þeir hafi stutt uppreisnarmenn úr röðum súnníta í landinu. Varainnanríkiráðherra Íraks, Hussein Kamal, segist forviða á meðferð fanganna og segist aldrei hafa séð annað eins, en sumir fanganna báru augljós merki um barsmíðar og pyntingar. Ekki er ljóst hver ber ábyrgð á ofbeldinu en fangarnir hafa nú verið fluttir og komið undir læknishendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×