Hættir útsendingum á miðnætti 13. nóvember 2005 13:15 Fólk á ferli í Kristjaníu. Einkarekin útvarpsstöð í Danmörku krefur danska ríkið um það sem nemur þremur milljörðum íslenskra króna, en stöðin hættir útsendingum annað kvöld vegna bágrar fjárhagsstöðu. Stjórnarandstaðan í Danmörku segir þetta dæmi um misheppnað afnám einokunar danska ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir fjölda svæðisbundinna einkarekinna útvarpsstöðva, þar sem þær stærstu ná til um helmings dönsku þjóðarinnar, var það fyrst fyrir tveimur árum að einokun danska ríkisútvarpsins á landsvísu var rofin. Fyrir hafði danska ríkisútvarpið fjórar FM rásir, og Sky Radio fékk þá fimmtu eftir útboð. Gerður var samningur til átta ára. Árleg greiðsla Sky Radio til ríkisins nemur rúmum fimm hundruð milljónum íslenskra króna, samtals rúmum fjórum milljörðum. Sky Radio hættir útsendingum á miðnætti í kvöld, vegna rekstarerfiðleika. Stöðin hefur greitt fyrir tvö ár af átta og skuldar danska ríkinu því enn, sem nemur rúmum þremur milljörðum íslenskra króna. Við keyptum gallaða vöru, segja yfirmenn Sky Radio, sem segja sér hafa verið lofað dreifikerfi sem næði til tæplega áttatíu prósenta þjóðarinnar. Raunin sé hins vegar að aðeins rúm sextíu prósent Dana nái útsendingum stöðvarinnar. Sky Radio hefur því krafið danska ríkið um endurgreiðslu sem nemur um þremur milljörðum íslenskra króna - sem vill svo til að er einmitt sú upphæð sem stöðin skuldar ríkinu. Danski menntamálaráðherrann segir kröfu Sky Radio óraunhæfa. Sá möguleiki sé líklegri að stöðin þurfi að greiða fyrir útvarpsleyfið næstu sex ár, þrátt fyrir að hætta rekstri nú. Á síðasta ári var rekstartap Sky Radio um sjö hundruð íslenskar milljónir. Í vor var reynt að ná til fleiri hlustenda með því að ráða dagskrárgerðarfólk, en fram að því hafði stöðin verið sjálfvirk tónlistarstöð, þar sem eina talaða málið voru fréttir á klukkutíma fresti og spjall þættir á kvöldin. Erlent Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira
Einkarekin útvarpsstöð í Danmörku krefur danska ríkið um það sem nemur þremur milljörðum íslenskra króna, en stöðin hættir útsendingum annað kvöld vegna bágrar fjárhagsstöðu. Stjórnarandstaðan í Danmörku segir þetta dæmi um misheppnað afnám einokunar danska ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir fjölda svæðisbundinna einkarekinna útvarpsstöðva, þar sem þær stærstu ná til um helmings dönsku þjóðarinnar, var það fyrst fyrir tveimur árum að einokun danska ríkisútvarpsins á landsvísu var rofin. Fyrir hafði danska ríkisútvarpið fjórar FM rásir, og Sky Radio fékk þá fimmtu eftir útboð. Gerður var samningur til átta ára. Árleg greiðsla Sky Radio til ríkisins nemur rúmum fimm hundruð milljónum íslenskra króna, samtals rúmum fjórum milljörðum. Sky Radio hættir útsendingum á miðnætti í kvöld, vegna rekstarerfiðleika. Stöðin hefur greitt fyrir tvö ár af átta og skuldar danska ríkinu því enn, sem nemur rúmum þremur milljörðum íslenskra króna. Við keyptum gallaða vöru, segja yfirmenn Sky Radio, sem segja sér hafa verið lofað dreifikerfi sem næði til tæplega áttatíu prósenta þjóðarinnar. Raunin sé hins vegar að aðeins rúm sextíu prósent Dana nái útsendingum stöðvarinnar. Sky Radio hefur því krafið danska ríkið um endurgreiðslu sem nemur um þremur milljörðum íslenskra króna - sem vill svo til að er einmitt sú upphæð sem stöðin skuldar ríkinu. Danski menntamálaráðherrann segir kröfu Sky Radio óraunhæfa. Sá möguleiki sé líklegri að stöðin þurfi að greiða fyrir útvarpsleyfið næstu sex ár, þrátt fyrir að hætta rekstri nú. Á síðasta ári var rekstartap Sky Radio um sjö hundruð íslenskar milljónir. Í vor var reynt að ná til fleiri hlustenda með því að ráða dagskrárgerðarfólk, en fram að því hafði stöðin verið sjálfvirk tónlistarstöð, þar sem eina talaða málið voru fréttir á klukkutíma fresti og spjall þættir á kvöldin.
Erlent Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira