Erlent

Fyrrum forseti Perú handtekinn í dag

Stjórnvöld í Chile handtóku í dag fyrrverandi forseta Perú, Alberto Fujimori, en hann hefur verið eftirlýstur fyrir spillingu og mannréttindabrot síðan hann flúði Perú árið 2000. Fujimori var handtekinn á hóteli í Santiago í Chile en hann hefur dvalist í Japan sem flóttamaður frá árinu 2000. Hann var forseti Perú árið 1999 til 2000 en flúði til Japan þegar upp komst um spillingu í ríkisstjórn hans árið 2000. Hann hefur einnig verið kallaður til ábyrgðar vegna aktöku barns og 24 fullorðinna á 10. áratugnum. Stjórnvöld í Perú hafa ekki enn óskað eftir framsali Fujimori en búist er við að hann verði framseldur til Perú innan tíðar en þangað til mun hann vera í gæsluvarðhaldi í Chile.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×