Erlent

Sautján látnir eftir hvirfilbyl í Indiana

Að minnsta kosti 17 manns fórust í öflugum hvirfilbyl í Suðvestur-Indiana í Bandaríkjunum um helgina. Þá er talið að um 160 manns séu slasaðir en skýstrokkur eyddi hjólhýsabyggð í Evansville þar í landi. Fjöldi fólks missti heimili sín í hvirfilbylnum og er talið að yfir 20 þúsund heimili séu rafmagnslaus. Yfirvöld í Indiana hafa lýst yfir neyðarástandi og er björgunarstarf enn í fullum gangi því enn er mjög hvasst á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×