Erlent

Breskir veiðimenn halda í hefðirnar

Þótt refaveiðar með hundum hafi verið bannaðar í Bretlandi héldu þúsundir veiðimanna í hefðina og riðu um héruð með hundunum sínum í dag, sem hefði verið fyrsti dagur veiðitímabilsins. Sumir veiðimenn fara í kringum bannið með því að nota fugla sem agn fyrir refina og skjóta þá, því það má nota skotvopn við refaveiðarnar, en ekki hunda. Andstæðingar veiðanna segja þær grimmar og ónauðsynlegar, en veiðimenn halda því fram að refaveiðar með hundum sé gömul og góð hefð og þar að auki nauðsynlegur þáttur í efnahagslífi hinna dreifðu byggða Bretlands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×