Erlent

Crusader í farbanni

Fraktskipið Crusader hefur verið úrskurðað í farbann frá Noregi á meðan á rannsókn á kókaínsmygli stendur yfir. Talið er að rannsóknin muni taka nokkra daga. Búið er að yfirheyra hluta áhafnarinnar en 25 manns eru í áhöfn skipsins. Á miðvikudaginn fundust 190 kíló af kókaíni um borð í skipinu. Skipið var að flytja súrál til Mosjöen í Noregi en það er skráð í suður Ameríku.
 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×