Erlent

150 bifreiðar í stóðu í ljósum logum

Hundrað og fimmtíu bifreiðar stóðu í ljósum logum í Clichy-sous-bois, einu af fátækari úthverfum Parísar, í nótt. Þar gengu íbúar, einkum ungir, atvinnulausir karlar berserksgang, áttundu nóttina í röð. Stjórnmálamenn í hverfinu gagnrýna stjórnvöld harðlega en þau undirbúa nú átaksáætlun fyrir úthverfin. Þó að óróinn sé mestur í Clichy-sous-bois hafa átökin breiðst út til annarra hverfa og borga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×