Erlent

Níu ára palestínskur drengur skotinn

Ísraelskir hermenn skutu og særðu níu ára palestínskan dreng á Vesturbakka Jórdan í gær. Hermennirnir héldu að drengurinn væri vopnaður en seinna kom í ljós að hann var með leikfangariffil. Drengurinn var fluttur á ísraelskt sjúkrahús þar sem honum er haldið í öndunarvél en hann er með skotsár á höfði og á maga. Hermennirnir voru að elta Husam Jarradat, meðlim í hópnum Heilögu stríði, en hann komst undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×