Erlent

73 þúsund látnir af völdum skjálftans í Pakistan

Íbúar í Chakothi í Pakistan hafa búið til skjól úr rústum húsa sinna. Veturinn nálgast óðfluga og því óttast menn að fólk kunni að látast úr kulda og vosbúð berist ekki hjálp frá alþjóðasamfélaginu.
Íbúar í Chakothi í Pakistan hafa búið til skjól úr rústum húsa sinna. Veturinn nálgast óðfluga og því óttast menn að fólk kunni að látast úr kulda og vosbúð berist ekki hjálp frá alþjóðasamfélaginu. MYND/AP

Yfirvöld í Pakistan greindu frá því í dag að tala látinna eftir jarðskjálftann 8. október væri komin upp í 73 þúsund. Talan hefur hækkað um sextán þúsund frá síðustu yfirlýsingu yfirvalda. Yfirmaður hjálparstarfsins í landinu sagði að sífellt fleiri látnir fyndust í rústum húsa og hann óttaðist að talan myndi hækka enn frekar.

Ríkisstjórn Pakistans hefur þegar fengið vilyrði fyrir 120 milljörðum króna til hjálparstarfs og uppbyggingar eftir skjálftann en talið er að enn vanti að minnsta kosti 180 milljarða. Pakistanar vonast til að sú fjárhæð náist á fundi sem fyrirhugaður er um miðjan mánuðinn þar sem Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, verður m.a. gestur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×