Erlent

Karl Bretaprins ræddi við Kofi Annan

Karl og Camilla ræða við fjölmiðla í Nýlistasafninu í New York í gær.
Karl og Camilla ræða við fjölmiðla í Nýlistasafninu í New York í gær. MYND/AP

Karl bretaprins og eiginkona hans, Camilla Parker Bowles, eru komin til New York en þau eru í vikulangri opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Karl hitti meðal annars Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og ræddu þeir ýmis vandamál sem steðja að heiminum. Talið er að ferðin sé að hluta til farin til að sýna Camillu. Breska konungshöllin gaf samt sem áður út yfirlýsingu þess efnis að breskir skattgreiðendur beri ekki kostnað af fatnaði eða snyrting Camillu en bæði munu vera í för hárgreiðslumeistari og förðunarmeistari hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×