Erlent

430 milljarðar til að verjast fuglaflensunni

MYND/Reuters

George Bush Bandaríkjaforseti hefur farið fram á við bandaríska þingið að það veiti sjö milljarða dollara fjárveitingu, eða tæplega 430 milljarða króna, til að berjast gegn fuglaflensunni sem hefur orðið 61 manni að bana í heiminum. Bush sagði að um mestu ógn við líf og heilsu mannkyns væri að ræða og að mikilvægt væri að berjast á móti áður en það væri of seint. Þingið hefur nú þegar samþykkt að verja 1,2 milljörðum dala til að kaupa bóluefni og 2,8 milljörðum til að hraða þróun bóluefna gegn nýjum afbrigðum inflúensuveira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×