Erlent

Varað við eiturslöngum á Amager

Lögregla í Taarnby í Danmörku varar fólk við eiturslöngum sem sleppt hefur verið í skógi á Amager, ekki ýkja langt frá nokkrum barnaheimilum. Fyrir um tveimur vikum fann maður dauða slöngu í skóginum sem reyndist vera af baneitraðrir tegund og í fyrradag fannst önnur slík lifandi og var hún aflífuð.

Samkvæmt lögreglu geta slöngurnar drepið börn með einu biti. Lögregla vonar að fleiri slöngum hafi ekki verið sleppt í skóginum en bendir fólki á að vera á varðbergi þar sem slöngurnar geti leynst í trjám. Þá leitar lögregla þess eða þeirra sem slepptu slöngunum í skóginum, en bannað er að halda þær í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×