Erlent

Nýjar leiðir til að sporna við útrýmingu

Namibíumenn fara nú ótroðnar slóðir til að vernda smáan stofn blettatígra í landinu. Með því að þjálfa upp tyrkneska fjárhunda, sem vakta húsdýrahjarðir, halda þeir blettatígrunum frá þeim. Tígrarnir leggja ekki í stóra, sterka hundana og snúa sér frekar að villibráð sem þeir ráða við. Þar með láta bændur þá í friði og reyna ekki að skjóta þá til að hafa dýrin sín í friði. Hljómar kannski undarlega og óþarflega flókið, en staðreyndin er sú að þetta ber árangur. Blettatígrum er farið að fjölga í Namibíu, dýraverndunarsinnum og blettatígrunum sjálfum væntanlega til ómældrar gleði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×